Hjálparsími Rauða krossins

Rauði krossinn býður bæði upp á símtöl og netspjall fyrir þá sem þurfa á stuðningi og ráðgjöf að halda. 

Viðbrögð við ofbeldi

Neyðarlinan er með heimasíðu þar sem hægt er að lesa sér til um mismunandi tegundir ofbeldis. Þar má einnig finna netspjall þar sem hægt er að leita til neyðarvarðar ef maður telur sig eða einhvern sem maður þekkir vera beittan ofbeldi. 

Píeta samtökin

Píeta samtökin vinna forvarnarstarf gegn sjálfsvígum. Þar er boðið upp á viðtöl og stuðningshópa.

Geðhjálp

Geðhjálp eru samtök sem vinna að því að fræða almenning um geðraskanir og sinna hagsmunum þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Hjá þeim er hægt að fá ráðgjöf varðandi geðheilbrigði, boðið er upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa.

Hugarró

Hugarró er samansafn af ýmsu efni sem geta hjálpað nemendum að takast á við stress og kvíða. Þar má meðal annars finna hugleiðslur, slakandi æfingar, slakandi tónlist og hljóð.

Bættu svefninn

Grein af attavitinn.is sem fjallar um svefnvanda og ýmsar leiðir til úrbóta.