Fjölbreytt dagskrá verður á Ratatoski
Fjölbreytt dagskrá verður á Ratatoski

Hefðbundið skólahald víkur fyrir annars konar upplifun í dag (mánudag) og á morgun (sjá Ratatoskur (opnir dagar) og námsmatsdagar framundan). Tilefnið er Ratatoskur en löng hefð er fyrir slíkum „opnum dögum“ í MA. Kennt er samkvæmt stundaskrá til klukkan 9:40 þessa tvo daga. Frá og með löngu frímínútum verður boðið upp á fjölbreytt námskeið og samverustundir svo sem spunanámskeið, veiðiferð og hádegisgöngu.

Nálgast má dagskrá Ratatosks 2021 á heimasíðu Hugins, huginnma.is.