Helga Sóley og frú Eliza Reid við verðlaunaafhendinguna á Bessastöðum
Helga Sóley og frú Eliza Reid við verðlaunaafhendinguna á Bessastöðum

Helga Sóley G. Tulinius, nemandi í 3.F, veitti í gær viðtöku verðlaunum fyrir bestu smásögu á framhaldsskólastigi í smásögusamkeppni Félags enskukennara á Íslandi. Lesa má meira um smásagnasamkeppni í MA hér. Enskudeild MA hefur haldið keppninni mjög á lofti þar sem í skólanum er að finna mörg sem vilja spreyta sig í skapandi skrifum.

Verðlaunaafhendingin var að venju hátíðleg og fór fram á Bessastöðum. Frú Eliza Reid afhenti Helgu Sóleyju verðlaunin fyrir smásöguna Boss’s Wife. Við óskum Helgu Sóleyju og innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Hildur Hauksdóttir.