Hvaða fyrrverandi nemendur í MA eru á myndinni og hvað eiga þeir sameiginlegt sem snýr að dvölinni í…
Hvaða fyrrverandi nemendur í MA eru á myndinni og hvað eiga þeir sameiginlegt sem snýr að dvölinni í skólanum?

Á vorönn höfum við leyft lesendum síðunnar að spreyta sig á léttum myndagetraunum. Í síðustu getraun spurðum við hvaða fyrrverandi nemendur í MA væru á myndinni og hvað þeir ættu sameiginlegt sem snýr að dvölinni í skólanum (sjá mynd). Svörin létu ekki á sér standa, sum voru rétt og önnur ekki, eins og gengur. Dæmi um svör sem ritstjórninni bárust voru að þessir tilteknu einstaklingar hefði starfað fyrir LMA, þeir hefðu verið virkir þátttakendur í félagslífi skólans og að nokkrir í hópnum deildu sama hárlit. Einn þátttakandi taldi að um „brelluspurningu“ væri að ræða - þetta væru allt myndir af Ladda. Svarið sem við óskuðum eftir kom einnig fram sem er að allt þetta ágæta fólk var í stjórn skólafélagsins. Við þökkum Sverri Páli Erlendssyni fyrir veitta aðstoð við gerð myndagetraunarinnar.

1. Iðunn Steinsdóttir - stjórn Hugins 1957 – 1958.
2. Ævar Kjartansson - stjórn Hugins 1966 – 1968.
3. Þórgunnur Oddsdóttir - stjórn Hugins 2000 – 2001.
4. Jón Hlöðver Áskelsson - stjórn Hugins 1964 – 1965.
5. Kristín Steinsdóttir - stjórn Hugins 1966 – 1967.
6. Vilhjálmur Bergmann Bragason - stjórn Hugins 2007 – 2008.
7. Erna Hrönn Ólafsdóttir - stjórn Hugins 2000 – 2001.
8. Guðmundur Ingi Guðbrandsson - stjórn Hugins 1996 – 1997.
9. Þuríður Óttarsdóttir - stjórn Hugins 1987 – 1988.
10. Þorvaldur Þorsteinsson - stjórn Hugins 1977 – 1978 og 1979 – 1980.