Á námsmatsdögum vinna nemendur að verkefnum, þreyta próf eða eiga samtal við kennara
Á námsmatsdögum vinna nemendur að verkefnum, þreyta próf eða eiga samtal við kennara

Næstkomandi fimmtudag, þann 16. september er námsmatsdagur í MA. Í handbók fyrir forráðafólk nýnema segir svo um námsmatsdaga veturinn 2021-2022:

Skólaárinu er skipt í tvær annir sem lýkur með námsmati eða prófum. Einnig eru svokallaðir námsmatsdagar inn á miðri önn. Þá er ekki hefðbundin kennsla samkvæmt stundatöflu en tóm gefið fyrir nemendur til að vinna að verkefnum. Dagarnir eru einnig nýttir til sjúkraprófa ef þarf eða verkefnaskila og kennarar geta kallað nemendur inn til viðtals eða nemendur leitað aðstoðar hjá þeim varðandi verkefni.