Upphafið á Dimissio er að nemendur í síðasta bekk hópast á Sal í Gamla skóla og syngja þar við píanóundirleik. Þegar því lýkur eru þeir bornir út til þrautagöngu. Að þessu sinni var þrautabraut í Kvosinni og síðan önnur og erfiðari og ákaflega blaut á balanum bak við Gamla skóla. Þá tók við að færa sig í búninga og fá sér pylsu áður en lagt var af stað í kveðjuferð. Nokkrar myndir á Facebooksíðu skólans.

Síðasti söngsalur 2018