Nemendur og kennari stilla sér upp fyrir myndatöku að lokinni vel heppnaðri ráðstefnu
Nemendur og kennari stilla sér upp fyrir myndatöku að lokinni vel heppnaðri ráðstefnu

Þann 4. maí síðastliðinn stóðu nemendur í áfanganum Lýðræði og mannréttindi fyrir ráðstefnu í Kvosinni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru í brennidepli og dagskrá ráðstefnunnar fjölbreytt eftir því.

Ráðstefna um Heimsmarkmiðin í MA 4. maí.

Með því að smella á tenglana hér að neðan má hlusta á hljóðbrot sem tekin voru upp á meðan ráðstefnunni stóð.

Í fyrra hljóðbrotinu má heyra setningarorð ráðstefnunnar, ræðu aðstoðarskólameistara og erindi frá nemendum.

Í seinna hljóðbrotinu flytur annar nemendahópur erindi, aðstoðarskólameistari tekur á móti barmmerki og Eva Harðardóttir, kennari í áfanganum, flytur lokaorð og slítur ráðstefnunni.