Tilkynningin mun berast til náms- og starfsráðgjafa. Skylda er að fylla út í stjörnumerkta reiti. Greinargóðar upplýsingar munu stuðla að farsælli lausn málsins. 

Ofbeldi, einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið í Menntaskólanum á Akureyri. Mikilvægt er að einstaklingar upplýsi fulltrúa úr viðbragsteymi skólans um hverskonar áreitni, ofbeldi eða einelti þeir verða fyrir. Í viðbragðsteymi skólans eru skólameistari/aðstoðarskólameistari, stoðteymi skólans (námsráðgjafar og skólasálfræðingur), jafnréttisstýra og trúnaðarmenn (eftir því sem við á). Skal þá tryggt að allt fari fram í trúnaði. Allar tilkynningar eru teknar alvarlega og viðeigandi viðbragðsáætlun hrint í framkvæmd.

Hér eru nánari upplýsingar um áætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi í Menntaskólanum á Akureyri