Þessi áfangi byggir á HÖTE1GR05 og gert er ráð fyrir að nemendur hafi náð grunnfærni í prjóni, hekli og saumum og geti notað skissubók til að fylgja eftir eigin hugmynd. Í áfanganum verður enn ríkari áhersla lögð á að nemendur geti sett sér markmið og þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum. Lögð er áhersla á frumleika og sköpun. Umfjöllun um list og hönnun verður fléttað inn í áfangann.

Áfanginn verður mótaður í samráði við nemendur svo að vinnu- og sköpunargleði hvers og eins fái notið sín.

Í boði fyrir: Allar brautir
Undanfari: HÖTE1GR05
Námsmat: Símat
Annað: Nemendur greiða efniskostnað sem reynt verður að halda í lágmarki.  Áfanginn telst til sérgreina kjörnámsbrautar