- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu og lífeðlisfræðilega virkni æxlunarfæra mannsins frá fósturskeiði til fullorðinsára. Einnig verður farið í alla þá líffræðilegu ferla sem snúa að frjóvgun eggog sáðfrumu í upphafi fósturþroskunar og allt til myndunar nýs einstaklings. Komið verður inn á: Æxlunarfæri, kynfrumur og myndun þeirra, tíðahring, frjóvgun, fósturþroska, stjórn genatjáningar og þroskunargen, meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf og áhrif þeirra á samvægi líkamans. Tíðahvörf, kynsjúkdóma og áhrif þeirra á æxlun, sjúkdóma í æxlunarfærum og áhrifaþætti sem snúa að frjósemi.
Fyrir: Allar brautir
Forkröfur: LÍFF1GL05
Námsmat: Símat
Námsgögn: Efni frá kennurum
Annað: Áfanginn telst til sérgreina heilbrigðis- og náttúrufræðibrautar.
Menntaskólinn á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri
Kt. 460269-5129
Skrifstofutími
Mán - fim 08:00 - 16:00
Föstud 08:00 - 14:00
Lokað í hádeginu 12:00 - 13:00
Lokað um helgar
Ritstjórn: Brynjar K. Óttarsson, Eyrún Huld Haraldsdóttir og Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir