Einingafjöldi: 5
Þrep: 3

Fyrir: Allar brautir
Námsefni: Sýklafræði og sýkingavarnir
Forkröfur: LÍFF1GL05
Námsmat: Símat
Annað: Áfanginn telst til sérgreina heilbrigðisbrautar

Fjallað verður um mismunandi tegundir og sérkenni örvera, byggingu þeirra, hegðun, varnir og viðbrögð, en sérstök áhersla er lögð á sjúkdómsvaldandi örverur. Fjallað verður um sértækar- og ósértækar varnir líkamans, bólusetningar, sýklalyf og smit og smitkeðjur. Enn fremur er ítarleg umfjöllun um sýkingavarnir en góð þekking á þeim er afar mikilvæg og hefur hreinlega bjargað mannslífum. Áhersla er á verklega færni nemenda í ræktun og flokkun örvera.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sögu og þróun sýklafræðinnar
  • mismunandi flokkum örvera
  • helstu örverum sem valda sýkingum í mönnum
  • meðfæddum ósértækum og sértækum vörnum líkamans
  • helstu smitleiðum og eðli smitkeðju
  • bólusetningum, ónæmisaðgerðum og sýklalyfjum
  • sýkingarvörnum
  • helstu aðferðum við ræktun og greiningu sýkla

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina á milli mismunandi örvera
  • greina á milli ósértækra, sértækra og utanaðkomandi sýkingavarna
  • greina mögulegar sýkingaruppsprettur og smitleiðir
  • útbúa æti og taka sýni til ræktunar örvera

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • miðla þekkingu um sýkla í leik og starfi á fjölbreyttan hátt
  • rækta örverur og greina á milli þeirra
  • nýta sér þekkingu sína í daglegu lífi til sýkingarvarna