Áfanginn veitir nemendum innsýn í hagnýta siðfræði með áherslu á siðferðilega fagmennsku í heilbrigðisþjónustu. Hann er sérstaklega hannaður fyrir þá sem stefna á nám og störf í heilbrigðisgeiranum eða undirbúa sig fyrir inntökupróf í heilbrigðisgreinum. Nemendur læra að greina og leysa siðferðileg álitamál í heilbrigðisþjónustu með því að beita gagnrýninni hugsun og kerfisbundinni nálgun. Áhersla er lögð á raunveruleg dæmi þar sem nemendur þjálfast í að beita siðareglum við ákvarðanatöku. Með virkri þátttöku í umræðum og verkefnum öðlast nemendur skilning á mikilvægi siðferðis í heilbrigðisstarfi og auka færni sína í að greina aðstæður með siðferðilegt sjónarhorn að leiðarljósi.

Fyrir: Allar brautir
Forkröfur: SIÐF2HS04 (má taka samhliða)
Námsmat: Símat. Ekkert lokapróf
Námsefni: Efni frá kennara á Canvas Annað: Áfanginn telst til sérgreina heilbrigðisbrautar