Í dag er mikil áhersla á umhverfismál og áhrif mannsins, bæði á nánasta umhverfi sem og það hnattræna. Manninum er oft stillt upp andspænis öðrum lífverum, vistkerfum eða náttúrufari og umhverfi. Maðurinn er þá gerandi og náttúran þolandi. Í umhverfissiðfræði eru margvísleg álitamál sem við reynum að svara varðandi sjálfbæra nýtingu á náttúrugæðum, rétt fólks til þess að nýta náttúru og umhverfi og ábyrgð. Oft er horft til lífsskilyrða mannsins þegar áhrif hans á umhverfi eru rædd en hefur náttúran sem slík einhvern rétt eða gildi í sjálfri sér? Þetta er símatsáfangi með fyrirlestri, ritgerð, myndbandi og tímaritgerð. Gerð er krafa um 75% raunmætingu til að ljúka áfanganum.

Fyrir: Allar brautir
Forkröfur: SIÐF2HS04 (má taka samhliða)
Námsmat: Símat. Ekkert lokapróf
Námsefni: Efni frá kennara á Canvas
Annað: Áfanginn telst til sérgreina félagsgreinabrautar