Brautin veitir góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi, sérstaklega í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og verkfræði, með námsframboði til sérhæfingar í eðlisfræði og stærðfræði. Einkennisgreinar brautarinnar eru einkum eðlisfræði, efnafræði, líffræði og stærðfræði.

Forkröfur

Almenn inntökuskilyrði eru að nemendur hafi hlotið B eða hærra í ensku, íslensku og stærðfræði á grunnskólaprófi. Ef fleiri sækja um skólann en hægt er að innrita áskilur skólinn sér rétt til að velja þá nemendur sem hann telur hafa bestan undirbúning hverju sinni. Nánar er kveðið á um inntökuskilyrði í skólanámskrá.

Skipulag

Nám á raungreinabraut er fyrst og fremst bóklegt og áhersla lögð á nám í raungreinum og stærðfræði. Skipulagið byggir bæði á bekkjar- og áfangakerfi.

Námsmat

Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat sem fer fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara, í samræmi við skólanámskrá.

Reglur um námsframvindu

Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar. Fullt nám er að meðaltali 33 einingar á önn. Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Í skólareglum eru gerðar kröfur um skólasókn.

Hæfnisviðmið

 • takast á við nám á háskólastigi, sérstaklega í raungreinum og verk- og tæknigreinum
 • nýta sér almenna og góða þekkingu á náttúruvísindum og stærðfræði
 • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku
 • hafa tileinkað sér tölulæsi og meðferð talna
 • beita sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum
 • afla gagna, vinna úr, meta og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt
 • beita skapandi og gagnrýninni hugsun
 • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi
 • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
 • afla sér nýrrar þekkingar og viðhalda henni
 • gera sér grein fyrir eigin ábyrgð í vist- og umhverfismálum og hvernig hann getur miðlað reynslu sinni og þekkingu til góðs í átt að sjálfbærni
 • taka þátt í upplýstri umræðu um umhverfismál og lífsskilyrði jarðarbúa, vísindi og tækni

Sameiginlegur kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Danska DANS 2AA05(MA) 2BB04(MA) 0 9 0
Enska ENSK 2AA05(MA) 2BB05(MA) 0 10 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HL02(MA) 1HN02(MA) 1HS01(MA) 1HÞ01(MA) 6 0 0
Íslenska ÍSLE 2MÁ05(MA) 3FR05(MA) 3LB05(MA) 3NR05(MA) 0 5 15
Líffræði LÍFF 1GL05(MA) 5 0 0
LÆSI LÆSI 2ME10(MA) 2NÁ10(MA) 0 20 0
Náms- og starfsval NÁMS 1AA01(MA) 1 0 0
Siðfræði SIÐF 2HS05(MA) 0 5 0
Einingafjöldi 76 12 49 15

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep 4. þrep
Eðlisfræði EÐLI 1AF04(MA) 2TV06(MA) 3RA05(MA) 4NU05(MA) 4 6 5 5
Efnafræði EFNA 1AA05(MA) 2AB05(MA) 5 5 0 0
Enska ENSK 3NV04(MA) 0 0 4 0
Jarðfræði JARÐ 2JA05(MA) 0 5 0 0
Líffræði LÍFF 2LE05(MA) 0 5 0 0
Saga SAGA 2SÖ05(MA) 0 5 0 0
Stærðfræði STÆR 2AL05(MA) 2RU06(MA) 3FX06(MA) 3HX07(MA) 3LX06(MA) 3TX05(MA) 0 11 24 0
Einingafjöldi 84 9 37 33 5

Bundið pakkaval
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Franska
Franska FRAN 1AA05(MA) 1BB04(MA) 1CC04(MA) 13 0 0
Einingafjöldi 13 13 0 0
Þýska
Þýska ÞÝSK 1AA05(MA) 1BB04(MA) 1CC04(MA) 13 0 0
Einingafjöldi 13 13 0 0

Bundið pakkaval
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Bolti/knattleikir
Heilsa, lífsstíll HEIL 1BO01(MA) 1BB01(MA) 2 0 0
Einingafjöldi 2 2 0 0
Jóga
Heilsa, lífsstíll HEIL 1JA01(MA) 1JB01(MA) 2 0 0
Einingafjöldi 2 2 0 0
Ræktin/þrek
Heilsa, lífsstíll HEIL 1RÆ01(MA) 1ÞR01(MA) 2 0 0
Einingafjöldi 2 2 0 0
Sund
Heilsa, lífsstíll HEIL 1SU01(MA) 1SÞ01(MA) 2 0 0
Einingafjöldi 2 2 0 0

Frjálst val

Nemendur taka 25 einingar í vali, þar af skulu a.m.k. 10 einingar tilheyra sérgreinum brautarinnar. Nemendur þurfa að hafa kröfur aðalnámskrár um hlutföll hæfniþrepa til hliðsjónar við val sitt.