Hlutverk gæðaráðs Menntaskólans á Akureyri er að fylgja eftir gæðastefnu skólans.
 
Gæðaráð er skipað skólameistara, aðstoðarskólameistara, brautastjórum, skrifstofustjóra, skólaritara og þjónustustjóra tölvudeildar. Gæðaráð fundar vikulega samkvæmt boðaðri dagskrá og eru því gæðamálefni í stöðugri umfjöllun innan Menntaskólans á Akureyri. 
Í framhaldi gæðaráðsfunda eru verkefni sem ákveðin voru á fundinum og falin í ábyrgð stjórnenda færð á verkefnalista og því tryggt að eftirfylgni sé með framkvæmd. Úrbætur, forvarnir og aðrir þættir gæðamála sem koma upp á fundum gæðaráðs eru því í stöðugri umfjöllun og virk eftirfylgni með framkvæmd. 
 
Með ofangreindum hætti tvinnar Menntaskólinn á Akureyri daglegan rekstur og gæðamál saman í einn heildstæðan rekstur.