Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3NE05

Nauðsynlegt er fyrir nemendur á heilbrigðis-, náttúrufræði- og raungreinabrautum að hafa gott vald á orðaforða sem tengist vísindum. Í öllum greinum vísinda í háskólum eru notaðar kennslubækur á ensku. Einnig eru flest merk vísindatímarit á ensku. Þessi áfangi og lesefni hans miðar að því að gera nemendur færari í að lesa vísindatengt efni í háskólanámi og víðar og stuðlar að því að nemendur hafi þá á valdi sínu fræðilegan orðaforða tengdan hinum ýmsu vísindasviðum. Notast verður m.a. við kennslubókina Focus on Vocabulary 2.

Fyrir: Áfanginn er fyrir nemendur á heilbrigðis-, náttúrufræði- og raungreinabrautum í 3. bekk
Námsmat: Símat
Annað: Áfanginn telst til sérgreina heilbrigðisbrautar, náttúrufræðibrautar og raungreina- og tæknibrautar

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
  • þverfaglegum orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi og/eða starfi
  • mismunandi málsniðum og geta beitt formlegu máli á lipran hátt t.d. í skýrslum og ritgerðum.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa sér til ánægju eða upplýsingar texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða eða uppbyggingu
  • lesa margskonar gerðir texta, ekki síst fræðitexta, og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er
  • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
  • geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni ef hann þekkir vel til þess
  • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar munnlega eða skriflega um efni þeirra
  • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
  • hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir og texta á gagnrýnan hátt
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, geta dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum
  • lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann þekkir vel
  • kynna mál sitt á skipulagðan hátt bæði í riti og ræðu og færa rök fyrir máli sínu