Viltu kynnast íslenskum glæpaheimi? Láta hárin rísa? Í áfanganum kynnast nemendur fjölbreyttum heimi íslenskra glæpa í gegnum bókmenntir, fréttamiðla og sjónvarpsþætti. Nemendur lesa eina íslenska glæpasögu auk þess að horfa á glæpaþætti og kynna sér fréttir og samskiptamiðla sem fjalla um íslenska glæpi. Saga glæpasögunnar verður skoðuð og ólíkar gerðir hennar. Verkefni eru fjölbreytt og lögð verður áhersla á vinnusemi og sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Ekkert lokapróf er í áfanganum.   

Fyrir: Allar brautir  

Forkröfur:  Menningar- og náttúrulæsi, ÍSLE2MÁ04    

Námsefni: Greinar og annað efni á Canvas

Námsmat: Símat. Ekkert lokapróf.   

Annað: Áfanginn telst ekki til sérgreina brauta.