Haustþing framhaldsskólakennara

Haustþing framhaldsskólakennara á Norðurlandi fer fram í dag í Menntaskólnum á Akureyri. Þingið sitja á þriðja hundrað kennara allra framhaldsskólanna á svæðinu.
Lesa meira

Gestir að sunnan

Hingað kom í dag stór hópur kennara Laugalækjarskóla í Reykjavík til að kynna sér eitt og annað varðandi nýjungar í kennsluháttum í Íslandsáfanganum og fleiri greinum.
Lesa meira

Þýska tekin inn með tónlist

Í dag komu í heimsókn í MA kunnuglegir gestir, Þjóðverjarnir Fabio og Sandro. Þeir ferðast um heiminn og vinna að því að efla þýskunám í skólum og nota við það óhefðbundnar aðferðir.
Lesa meira

Forkeppni í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Forkeppni í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema verður þriðjudaginn 4. október. Fylgist vel með tilkynningum um stað og stund.
Lesa meira

Evrópski tungumáladagurinn í MA

Í dag er evrópski tungumáladagurinn og að því tilefni var unnið að evrópskum málfarsverkefnum í tvær kennslustundir eftir hádegi.
Lesa meira

Um skólaferðir

Umræður hafa verið nokkrar um skólaferðalög, meðal annars ferð núverandi fjórðubekkinga í MA til Spánar. Því hefur jafnvel verið haldið fram að skólameistari sé búinn að banna þessar ferðir.
Lesa meira

Haustþing framhaldsskóla á Norðurlandi

Haustþing framhaldsskóla á Norðurlandi verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri þann 30. september. Kennsla fellur af þeim sökum niður.
Lesa meira

Stoðtímar í stærðfræði

Nemendur í 4. bekk X bjóða nemendum að koma í stoðtíma og æfingatíma í stærðfræði. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 27. september (á morgun) klukkan 16.20 í stofu H5.
Lesa meira

Busavígsla í dag

Busavígsla er í dag. Nemendur 1. bekkjar hætta þar með að vera busar og verða upp frá því menntaskólanemar. Mikið er um að vera í Kvosinni og hluti af vígslunni er að busar sýni listir sínar á sviði.
Lesa meira

Skólinn settur í 132. sinn

Menntaskólinn á Akureyri var settur í 132. sinn í dag. Jón Már Héðinsson setti skólann og lagði nemendum lífsreglur.
Lesa meira