Úthlutað úr UGLU-sjóðnum

Úthlutað var úr Uglunni, hollvinasjóði MA, í fyrsta sinn 17. júní. Ragna Árnadóttir fulltrúi 25 ára stúdenta tilkynnti að sjóðurinn hefði ákveðið að veita styrk til allra þeirra þriggja verkefna sem um var sótt.
Lesa meira

Rúmlega 230 nýnemar

Inntöku nemenda er lokið. Teknir voru inn í fyrsta bekk 215 nemendur sem lokið hafa 10. bekk og að auki 18 nemendur á hraðlínu, beint úr 9. bekk grunnskóla.
Lesa meira

Skólaslit 2011

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 131. sinn í dag. Jón Már Héðinsson skólameistari sleit skóla og brautskráði 166 nýstúdenta. Eva María Ingvadóttir var hæst á stúdentsprófi með 9.69.
Lesa meira

Gleðilega hátíð

Menntaskólinn á Akureyri sendir nýstúdentum, fjölskyldum þeirra og vinum, starfsfólki skólans og ekki síst afmælisárgögnunum, júbílöntunum, bestu óskir um gleðilega hátíð.
Lesa meira

Árlegur morgunverður

Árla morguns, kl. 6:30, var boðið til árlegs morgunverðar að heimili Þorláks Axels Jónssonar. Þetta var í tilefni silfurbrúðkaups þeirra hjóna, Þorláks og Gunnhildar, en verður framvegis haldinn að morgni þess dags sem síðasti kennarafundur skólaársins er haldinn.
Lesa meira

Minnisblað fyrir stúdentsefni

Brautskráningin verður í Íþróttahöllinni 17. júní og hefst klukkan 10. Ýmislegt þarf að muna og hér eru helstu tímasetningar, hvert þarf að koma og hvenær.
Lesa meira

Skólahátíð MA 2011

Menntaskólanum á Akureyri verður slitið í 131. sinn og stúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri föstudaginn 17. júní næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 10.00 en hús er opið frá klukkan 9.00.
Lesa meira

Sjúkrapróf, endurtökupróf og prófsýningar

Síðustu regluleg vorannarpróf í MA eru á föstudaginn kemur, en fyrsti bekkur lýkur prófum í dag, miðvikudag. Sjúkrapróf verða mánudaginn 6. júní. Tafla yfir sjúkrapróf verður birt mjög fljótlega og tengill á hana verður í hliðardálki á forsíðu ma.is.
Lesa meira

Innritun nýnema

Innritun nýnema í skólann, þeirra sem luku prófum í 10. bekk á dögunum, stendur dagana 3.-9. júní, en forinnritun var í lok mars. Þessa dagana standa yfir viðtöl við umsækjendur sem koma í skólann beint úr 9. bekk.
Lesa meira

Saumaskapurinn

Í vetur hafa nemendur sinnt hvoru tveggja saumaskap og lestri og þessa dagana hanga syðst í Kvosinni verk þeirra, kjólar, buxur, og jafnvel jakkar.
Lesa meira