Annir á bókasafninu

Það er þétt setinn bekkurinn á bókasafni MA flesta daga. Nemendur sitja þar við nám og alls konar verkefnavinnu, meðal annars í Íslandsáfanganum.

Lesa meira

Ratatoskur í upphafi næstu viku

Ratatoskur verður á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Skólafélagið Huginn auglýsir nú eftir nemendum og kennurum sem vilja bjóða upp á námskeið eða kynningar.

Lesa meira

Agnes Eva komst í úrslit efnafræðikeppninnar

Agnes Eva Þórarinsdóttir í 3T náði þeim ágæta árangri í forkeppni efnafræðikeppninnar á dögunum að komast í 16 manna hóp, sem fær að taka þátt í úrslitakeppnninni 12. og 13. mars.

Lesa meira

Sunna vann í Söngkeppninni

Sunna Friðjónsdótttir vann Söngkeppni MA á fimmtudaginn þegar hún söng Proud Mary, sem margir hafa flutt, m.a. Tina Turner. Sunna verður fulltrúi MA í Söngkeppni framhaldsskólanna í Íþróttahöllinni 9. apríl.
Lesa meira

Góðir smávaxnir gestir

Krakkahópur úr leikskólanum Tröllaborgum kom í heimsókn í MA í morgun. Krakkarnir hittu skólameistara Jón Má og hann fór með þeim í skoðunarferð um skólann. Það er ekki verra að hafa tímann fyrir sér og vita hvert fara skal þegar velja skal skóla. Gaman að fá svona frábæra gesti.

Lesa meira

Söngkeppni MA fimmtudagskvöld

Söngkeppni MA verður haldin í Kvosinni á fimmtudagskvöld og hefst klukkan 19.30. Sigurvegarar í söngkeppni MA verða fullrúar skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri 9. apríl.
Lesa meira

Íslandsáfangarnir á góðum skriði

Íslandsáfangarnir hafa verið talsvert áberandi í skólalífinu í MA í vetur. Þessi nýbreytni í kennslu og námi í skólanum gengur afar vel.

Lesa meira

Námskeið í stjörnufræði fyrir börn og fullorðna

Laugardagurinn 5. mars kl. 11:30-14:00 bjóða stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn upp á námskeið í stjörnufræði í Menntaskólanum á Akureyri.

Lesa meira

Heppnin ekki í för

Lið Menntaskólans á Akureyri keppti á laugardagskvöld við lið Kvennaskólans í Reykjavík í fyrstu umferð Gettu betur í Sjónvarpinu, og komst því miður ekki áfram í fjögurra liða úrslitin.
Lesa meira

Gettu betur og suðurferðir nemenda

Strákarnir í Gettu betur unnu andstæðinga sína í FB í síðasta leik í afar stigafárri keppni, en komust við það í Sjónvarpskeppnina, og hefja leik strax á laugardagskvöld.

Lesa meira