Afsökun samþykkt, bætur afþakkaðar

Að undanförnu hefur verið rætt um auglýsingar skrifstofuvörufyrirtækis í Dagskránni, þar sem í óleyfi voru notaðar myndir af skólameisturum MA og VMA. Beðist hefur verið afsökunar á því.

Lesa meira

Próftíð

Haustannarpróf standa nú yfir í MA, eins og jafnan á þessum tíma árs. Nú er seinni prófavika og reglulegum prófum lýkur í vikulok. Sjúkrapróf eru fyrirhuguð á mánudag.

Lesa meira

Skólastarf í dag

Veður er að mestu gengið niður á Akureyri, en víða illfært akandi í morgunsárið, og verið að ryðja helstu leiðir. Skólastarf verður í MA í dag, föstudag, eftir því sem fólk kemst til skóla.

Lesa meira

Slæm veðurspá - færð ótrygg

Veðurspá er slæm og afar óljóst um færð með morgni. Skólameistari hvetur nemendur sem búa utan bæjar til að meta ásamt forráðamönnum sínum í fyrramálið, föstudag, hvort ráðlegt sé að fara til skóla.

Lesa meira

Að hafa áhrif á samfélagið

Nemendur í Íslandsáfanganum hafa unnið að margvíslegum verkefnum, oft nýstárlegum. Sumar verkefnahugmyndir nemenda um að hafa áhrif á samfélagið hafa vakið athygli fjölmiðla.
Lesa meira

Almyrkvi á tungli 21. desember

Þriðjudaginn 21. desember, á stysta degi ársins, verður almyrkvi á tungli. Ef veður leyfir sést myrkvinn frá Íslandi. Áhugasömum býðst að fygjast með úr stjörnuverinu í Möðruvöllum í MA frá kl 06.32 að morgni.
Lesa meira

Jólaleyfi

Það var sungið hátt og snjallt á jólastund í Kvosinni í morgun. Undanfarna daga hefur verið mikið álag á nemendum og kennurum við alls kyns frágang og skil og allir sólgnir í frí.

Lesa meira

Glæsileg árshátíð

Árshátíð MA var haldin í stjörnuprýddum sal Íþróttahallarinnar í gær. Á niunda hundrað gesta sótti hátíðina, fjölbreyttan kvöldverð og viðamikla dagskrá úr höndum nemenda skólans.
Lesa meira

Afsökunarbeiðni rútufyrirtækis

Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf. hefur í dag sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna fréttar, sem beindi grun að nemendum MA og VMA fyrir nokkru.

Lesa meira

Árshátíð undirbúin

Undirbúningur árshátíðar MA er í fullum gangi, en hún verður haldin með pompi og prakt í Íþróttahöllinni á föstudagskvöld.

Lesa meira