11.05.2012
Vorblað Munins var að koma út, 96 síðna litprentað blað með fjölda greina, sagna og ljóða auk viðtala og með miklu myndefni.
Lesa meira
10.05.2012
2. bekkur C notaði góða veðrið í dag miðvikudaginn 9. maí og fór í gönguferð í ísbúðina Bryjnu. Tókst ferðin vel í alla staði. Myndin er tekin á Skólatorgi áður en lagt var af stað.
Lesa meira
10.05.2012
Efnafræðitilraunahópurinn sem sló í gegn hér á heimaslóðum á vordögum fór í gær í leiðangur austur í Stórutjarnaskóla og sýndi listir sínar.
Lesa meira
09.05.2012
Tilkynnt hafa verið úrslit í kosningum til stjórnar Hugins, skólafélags MA. Nýr formaður Hugins er Alda Karen Ólafsdóttir Hjaltalín. Stjórnarskpti fara fram á morgun, fimmtudag.
Lesa meira
07.05.2012
Nú er liðinn mánuður síðan hópur frönskunemenda á þriðja ári fór til Parísar í páskafríinu undir dyggri leiðsögn Arnar Þórs frönskukennara og fyrrverandi Parísarbúa.
Lesa meira
07.05.2012
Að gefa blóð getur bjargað mannslífi. Blóðbankabíllinn er á ferð um landið og verður við Menntaskólann á Akureyri fyrir hádegi miðvikudaginn 9. maí.
Lesa meira
04.05.2012
Tæplega er hægt að tala um sólbjartan voryl þetta árið en í dag skein sól og það var allt að því þokkalega hlýtt í geislum hennar og Huginsstjórn grillaði borgara.
Lesa meira
02.05.2012
Nemendur í 3. bekk TX og U kynna á morgun, fimmtudaginn 3. maí klukkan 13.05-16.05 verkefni sem þeir hafa unnið á önninni í áfanganum LÍF 113 hjá Kristínu Sigfúsdóttur.
Lesa meira
26.04.2012
Föstudagur er lokadagur sérstakrar heilsuviku og verður síðasti grautardagurinn að sinni. Keppendur á íþróttadegi eru óðum að ljúka við að sleikja sárin.
Lesa meira
26.04.2012
Í heilsuvikunni í MA er nú komið að því að slá upp íþróttahátíð, en hún verður í Íþróttahöllinni milli klukkan 10 og 12. Áfram er boðið upp á hollustu í byrjun skóladags.
Lesa meira