Ný námskrá kynnt nemendum
Skólafélagið Huginn og skólayfirvöld boðuðu nemendur til kynningarfunda í Kvosinni í morgun þar sem þeim var kynnt sú nýja námskrá sem í smíðum er í skólanum og tekur gildi með nýjum nemendum á komandi hausti.
Skólafélagið Huginn og skólayfirvöld boðuðu nemendur til kynningarfunda í Kvosinni í morgun þar sem þeim var kynnt sú nýja námskrá sem í smíðum er í skólanum og tekur gildi með nýjum nemendum á komandi hausti.
Auðunn Skúta Snæbjarnarson og Brandur Þorgrímsson í 4. bekk X unnu sér í forkeppni rétt til þátttöku í úrslitakeppninni í eðlisfræði. Alls komust 14 nemendur í úrslitin.
Í gær var í Kvosinni kynning á námi Menntaskólans á Akureyri á hraðlínu almennrar brautar, sem er sérsniðin að nemendum sem kjósa að koma í skólann rakleitt úr 9. bekk grunnskóla.
Kynningarfundur um námið á hraðlínu fyrir nemendur sem koma í MA beint úr 9. bekk verður mánudaginn 1. mars kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í Kvos Menntaskólans á Akureyri, gengið inn frá Þórunnarstræti.
Söngkeppni MA var í kvöld í troðfullri Kvosinni. 18 atriði kepptu til verðlauna og í fyrsta sæti höfnuðu Darri Rafn Hólmarsson og Rakel Sigurðardóttir með lagið Í minni mínu.
Síðastliðinn þriðjudag héldu nemendur í ENS523 út af örkinni og kynntu sér starfsemi Endurhæfingarstöðvar Sjálfsbjargar á Bjargi.
Söngkeppni MA verður í kvöld í Kvosinni og hefst klukkan 20.00. Keppnin er á ný haldin heima, en hefur að undanförnu verið haldin í KA-höllinni
Fimmtudaginn 25. febrúar verður fjallað um Icesavemálið í Kvosinni á fundi sem hefst klukkan 16.10. Fundurinn er þáttur í dagskrá lífsleikni 4. bekkjar en er opinn öllum
Um 140 nemendur 4. bekkjar fóru í gær til Reykjavíkur í náms- og starfskynningu og koma til baka á sunnudag.
Öskudagurinn er í dag og að vanda var margt um skrautbúið fólk í skólanum framan af degi. Sungið var á Sal og ýmislegt þar til gamans gert.