Skólastarf hefst á ný

Skólastarf hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 4. janúar. Kennt verður í eina viku en síðan hefjast haustannarpróf.

Lesa meira

MA : MÍ 18. janúar

Dregið hefur verið í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fer á Rás 2. Menntaskólinn á Akureyri dróst á móti Menntaskólanum á Ísafirði 18. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Jólaleyfi

Jólaleyfi hefst í Menntaskólanum á Akureyri í dag. Nemendur halda heim á leið, en jólaleyfi stendur til 4. janúar 2010.

Lesa meira

Enskujól

Það var jólaþema í ensku hjá Ingibjörgu Ágústsdóttur og 4. bekk F í morgun. Nemendur drógu ýmis verkefni og þurftu að leysa þau með enska tungu að vopni.

Lesa meira

Ferðamálafólk í Jólahúsferð

Síðasti vinnudagur nemenda 4. bekkjar A í ferðamálafræði var í gær, miðvikudag. Brugðið var út af hefðbundinni dagskrá og farið í leiðangur til að kynnast starfsemi Jólahússins í Eyjafirði.

Lesa meira

Jólatími sálfræðinema

Sálfræðinemendur í 4. bekk MA hafa á önninni unnið að rannsóknaverkefnum og hlýtt reglulega á gestafyrirlestra. Jólafundurinn var eins konar uppskerutími annarinnar.

Lesa meira

Niðurstöur rannsókna birtar

Drjúgur þáttur í námi í 4. bekk á félagsfræðibraut er rannsókn á viðhorfum nemenda, könnun og úrvinnsla. Félagsfræðinemar kynna niðurstöður rannsókna sinna þessa dagana.

Lesa meira

Muninn kominn út

Það er alltaf dálítið sérkennileg stund þegar skólablaðið Muninn kemur út, Formleg athöfn í Kvosinni og síðan sitja nemendur við lestur og spjall.

Lesa meira

Krufið í kennslustund

Þáttur í líffræðinámi í Menntaskólanum á Akureyri er að kryfja innyfli sláturdýra og skoða með því hvernig þau eru saman sett, og blessuð dýrin eru skyld okkur mönnunum.

Lesa meira

Gegn kynbundnu ofbeldi

Sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi lauk með hátíðardagskrá í Kvosinni í MA í dag. Að lokinni dagskrá var farin ljósaganga frá MA að Ráðhústorgi.

Lesa meira