Í skólanum i skammdeginu
Dagarnir styttast. Nemendur og kennarar koma í skólann á myrkum morgnum og sumir komast ekki heim á ný fyrr en dimmt er orðið. Í rafljósi skólahúsanna iðar þó allt af lífi.
Dagarnir styttast. Nemendur og kennarar koma í skólann á myrkum morgnum og sumir komast ekki heim á ný fyrr en dimmt er orðið. Í rafljósi skólahúsanna iðar þó allt af lífi.
Í löngu frímínútunum í dag voru örstuttir tónleikar á Sal í Gamla skóla, eins og verið hefur undanfarna miðvikudaga. Hópur stúlkna söng við undirleik Margot Kiis.
Mánudaginn 30. nóvember klukkan 10.00 verður í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri, minningarathöfn um Róbert F. Sigurðsson sögukennara. Skólinn verður lokaður að athöfn lokinni.
Í kvöld verður Árshátíð MA í Íþróttahöllinni. Hátíðin hefst klukkan 19.00 en húsið er opnað klukkan 18.15
Gömlu dansarnir eru ævinlega vinsælir á Árshátíð MA. Íþróttakennarar skólans gefa nemendum kost á að læra og æfa gömlu dansana dagana fyrir árshátíð.
Í löngu frímínútum í dag spilaði Sunna Björnsdóttir á píanó á Sal í Gamla skóla en FÁLMA opnaði nýja ljósmyndasýningu á ganginum milli Hóla og Gamla skóla.
Kennsla féll niður í Menntaskólanum á Akureyri á föstudaginn vegna fráfalls Róberts F. Sigurðssonar. Skólastarf hófst á ný í morgun.
Róbert Friðþjófur Sigurðsson, sagnfræðingur, sögukennari við MA, lést í gær.
Kennsla í Menntaskólanum á Akureyri fellur niður í dag.
Nemendur í ferðamálafræði fengu góða gesti í heimsókn í gær. Fyrst lýsti Jökull Bergmann fyrir þeim lífi sínu og starfi sem fjallaleiðsögumaður