Kristján og Árni áfram í efnafræðikeppninni
Kristján Godsk Rögnvaldsson og Árni Friðriksson í 4. bekk TU náðu þeim góða árangri í undankeppninni í efnafræði að vera á meðal þeirra 15 sem best stóðu sig
Kristján Godsk Rögnvaldsson og Árni Friðriksson í 4. bekk TU náðu þeim góða árangri í undankeppninni í efnafræði að vera á meðal þeirra 15 sem best stóðu sig
Brandur Þorgrímsson í 3. bekk X er í hópi 14 nemenda sem boðið hefur verið að taka þátt í úrslitakeppninni í eðlisfræði
Í dag er öskudagur og að því tilefni var Salur þar sem sungið var og sælgætisköttur sleginn úr tunnu - að vísu að þessu sinni úr kassa. Margir nemendur komu skrautlega búnir í skólann í tilefni dagsins
Félag þýskukennara á Íslandi efnir til samkeppni meðal framhaldsskólanema um dvöl í Þýskalandi. Í verðlaun eru þriggja til fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi sumarið 2009 með mikilli dagskrá. Einnig verða veitt bókaverðlaun.
Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstundafræðum heimsótti nemendur fyrsta bekkjar í Kvosinni í dag og ræddi við þá um líðan nemenda í skólum.
Kári Gautason 3T hlaut í dag fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni um Charles Darwin. Verðlaunin voru afhent í dag á afmælishátíð og þingi um Darwin í Reykjavík.
Önnur sendinefnd frá mennta-, menningar-, þróunar- og kirkjumálaráðuneyti Grænlands kom í heimsókn í dag í Menntaskólann á Akureyri
Rúmlega hundrað gestir komu á kynningu Menntaskólans á Akureyri á hraðlínu í Kvosinni í dag. Þar á meðal voru um 30 nemendur, sem voru að kynna sér þann kost að koma í MA rakleitt úr 9. bekk
Í löngu frímínútum í dag voru tónleikar á Sal í Gamla skóla. Þar var komin strengjasveit úr Tónlistarskólanum á Akureyri undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar