lífræn efnafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EFNA3AB05
Áfanginn er skilgreindur sem undirbúningur undir frekara nám í lífrænni efnafræði og lífefnafræði s.s. nám í heilbrigðisgreinum á háskólastigi, líffræði, erfðafræði og líftækni en á þessum sviðum er undantekningalaust lögð veruleg áhersla á þessar greinar. Í áfanganum eru helstu sérkenni lífrænna efna skoðuð, fjallað er um helstu flokka þeirra, nafnakerfi, eðlis- og efnaeiginleika og helstu efnahvörf og hvarfaganga. Mikil áhersla er lögð á efnafræðilega útreikninga og ritun mismunandi byggingarformúla í öllum helstu efnaflokkum. Reynt er að tengja efnið reynsluheim nemenda á sem fjölbreytilegastan hátt með skýrskotun til daglegs lífs og óhjákvæmilegrar efnanotkunar nútímans. Einnig kynnast nemendur tölvuforritum sem gera þeim kleift að samtengja og skoða þrívíddarmyndir flókinna lífrænna sameinda og læra að hagnýta sér upplýsingatækni á sviði lífrænnar efnafræði. Ennfremur eru gerðar nokkrar verklegar æfingar sem eru til þess fallnar að auka skilning nemenda á efnahvörfum og hvarfagangi þeirra.

Þekkingarviðmið

 • mismunandi svigrúmablöndun kolefnis (sp3, sp2 og sp)
 • helstu gerðum og samsetningu lífrænna efnatengja
 • helstu gerðum virkra hópa lífrænna efnasambanda
 • eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum helstu flokka lífrænna efna svo sem alifatískra og arómatískra kolvetnissambanda, alkahóla, halókolefna, etera, aldehýða, ketona, karboxylsýra og afleiða þeirra svo sem estera, anhýdríða, amíða og halíða, amína og alkalóíða
 • IUPAC nafnakerfinu
 • helstu efnahvörfum og hvarfagöngum lífrænna efna svo sem skiptihvörfum (SN1 og SN2), fráhvörfum (E1 og E2), álagshvörfum samhverfra og ósamhverfra alkena, rafsæknum skiptihvörfum arómata
 • fjölliðun nokkurra algengra samtengdra efna
 • efnahvörfum milli mismunandi flokka lífrænna efna og geti ritað efnahvörf fyrir myndun helstu flokka lífrænna efna
 • oxun og afoxun lífrænna efna
 • nota Ka og Kb til að reikna pH í lausnum lífrænna sýra og basa

Leikniviðmið

 • rita kerfisbundin (IUPAC) nöfn útfrá byggingu lífrænna efnasambanda
 • teikna upp byggingu lífrænna efnasambanda út frá kerfisbundnum (IUPAC) nöfnum þeirra
 • útskýra hvarfaganga fyrir myndun algengra lífrænna efnasambanda
 • nota Markovnokovs reglu og reglu Saytseffs til að spá fyrir um útkomu efnahvarfa
 • spá fyrir um myndefni efnahvarfa og einnig að spá fyrir um hvarfefni út frá mögulegu myndefni lífrænna efnasambanda
 • stilla efnajöfnur fyrir oxun alkahóla og aldehýða í súrri og basískri lausn
 • greina á milli ólíkra hugtaka í lífrænni efnafræði og efnasmíðum

Hæfnisviðmið

 • rita rannsóknarniðurstöður á skýrsluformi og þekkja til efnasmíða
 • átta sig á og rökstyðja hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í lífrænum efnagreiningum
 • beita skipulögðum aðferðum við undirbúning á lífrænum efnasmíðum
 • skilja mikilvægi virkra hópa í lífrænni efnafræði og geta hagnýtt sér þekkinguna á öðrum sviðum efnafræðinnar
 • skilja mikilvægi lífrænnar efnafræði í raunvísindum
 • stunda áframhaldandi nám í efnafræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is