Brautin veitir góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi, sérstaklega í raungreinum og heilbrigðisgreinum. Mikið svigrúm er til sérhæfingar í vali á brautinni. Einkennisgreinar brautarinnar eru einkum eðlisfræði, efnafræði, líffræði og stærðfræði.

Forkröfur

Almenn inntökuskilyrði eru að nemendur hafi hlotið B eða hærra í ensku, íslensku og stærðfræði. Ef fleiri sækja um skólann en hægt er að innrita áskilur skólinn sér rétt til að velja þá nemendur sem hann telur hafa bestan undirbúning hverju sinni. Nánar er kveðið á um inntökuskilyrði í skólanámskrá.

Skipulag

Nám á náttúrufræðibraut er fyrst og fremst bóklegt og áhersla lögð á nám í raungreinum og heilbrigðisgreinum. Skipulagið byggir bæði á bekkjar- og áfangakerfi.

Námsmat

Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat sem fer fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara, í samræmi við skólanámskrá.

Reglur um námsframvindu

Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar. Fullt nám er að meðaltali 33 einingar á önn. Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara og í skólananámskrá er kveðið á um reglur um námsframvindu og skólasókn.

Hæfnisviðmið

  • takast á við nám á háskólastigi, sérstaklega í raungreinum og heilbrigðisgreinum
  • nýta sér almenna og góða þekkingu á náttúruvísindum og stærðfræði
  • taka þátt í upplýstri umræðu um umhverfismál og lífsskilyrði jarðarbúa, vísindi og tækni
  • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku
  • hafa tileinkað sér tölulæsi og meðferð talna
  • beita sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum
  • afla gagna, vinna úr, meta og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt
  • beita skapandi og gagnrýninni hugsun
  • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi
  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • afla sér nýrrar þekkingar og viðhalda henni
  • gera sér grein fyrir eigin ábyrgð í vist- og umhverfismálum og hvernig hann getur miðlað reynslu sinni og þekkingu til góðs í átt að sjálfbærni

Sameiginlegur kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Danska DANS 2AA05(MA) 2BB04(MA) 0 9 0
Enska ENSK 2AA05(MA) 2BB05(MA) 0 10 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HL02(MA) 1HN02(MA) 1HS01(MA) 1HÞ01(MA) 6 0 0
Íslenska ÍSLE 2MÁ05(MA) 3FR05(MA) 3LB05(MA) 3NR05(MA) 0 5 15
Líffræði LÍFF 1GL05(MA) 5 0 0
LÆSI LÆSI 2ME10(MA) 2NÁ10(MA) 0 20 0
Náms- og starfsval NÁMS 1AA01(MA) 1 0 0
Siðfræði SIÐF 2HS05(MA) 0 5 0
Einingafjöldi 76 12 49 15

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Eðlisfræði EÐLI 1AF04(MA) 2TV06(MA) 4 6 0
Efnafræði EFNA 1AA05(MA) 2AB05(MA) 3LR05(MA) 5 5 5
Enska ENSK 3NV04(MA) 0 0 4
Jarðfræði JARÐ 2JA05(MA) 0 5 0
Líffræði LÍFF 2LE05(MA) 0 5 0
Saga SAGA 2SÖ05(MA) 0 5 0
Stærðfræði STÆR 2AL05(MA) 2RU06(MA) 3FX06(MA) 3HL07(MA) 3LP06(MA) 0 11 19
Einingafjöldi 74 9 37 28

Bundið pakkaval
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Franska
Franska FRAN 1AA05(MA) 1BB04(MA) 1CC04(MA) 13 0 0
Einingafjöldi 13 13 0 0
Þýska
Þýska ÞÝSK 1AA05(MA) 1BB04(MA) 1CC04(MA) 13 0 0
Einingafjöldi 13 13 0 0

Bundið pakkaval
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Bolti/knattleikur
Heilsa, lífsstíll HEIL 1BO01(MA) 1BB01(MA) 2 0 0
Einingafjöldi 2 2 0 0
Jóga
Heilsa, lífsstíll HEIL 1JA01(MA) 1JB01(MA) 2 0 0
Einingafjöldi 2 2 0 0
Ræktin/þrek
Heilsa, lífsstíll HEIL 1RÆ01(MA) 1ÞR01(MA) 2 0 0
Einingafjöldi 2 2 0 0
Sund
Heilsa, lífsstíll HEIL 1SU01(MA) 1SÞ01(MA) 2 0 0
Einingafjöldi 2 2 0 0

Frjálst val

Nemendur taka 35 einingar í vali, þar af skulu a.m.k. 20 einingar tilheyra sérgreinum brautarinnar. Nemendur þurfa að hafa kröfur aðalnámskrár um hlutföll hæfniþrepa til hliðsjónar við val sitt.