hreyfing, skyndihjálp

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: HEIL1HL02 eða HEIL1HN02
Meginefni áfangans er að sinna fjölbreyttri grunnþjálfun og hreyfingu í gegnum leiki. Farið er í skyndihjálp með sérstakri áherslu á endurlífgun og íþróttameiðsli.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi þess að geta brugðist við þegar komið er að slysstað
  • einkennum meiðsla við íþróttaiðkun, geta greint þau og brugðist skynsamlega við
  • fjölbreyttri grunnþjálfun, þol, styrk og liðleika

Leikniviðmið

  • forgangsraða á slysstað
  • beita endurlífgun
  • bregðast rétt við dæmigerðum íþróttameiðslum
  • vinna með mismunandi aðferðir til að sinna grunnþjálfun

Hæfnisviðmið

  • kalla eftir aðstoð á slysstað, bregðast rétt við aðstæðum og gera sitt besta til að bjarga mannslífum
  • beita réttum aðferðum við bráða íþrótta- og álagsmeiðslum
  • stunda hreyfingu sér til heilsubótar og ánægju bæði innan og utan skóla
Nánari upplýsingar á námskrá.is