akademískur orðaforði, annar áfangi í ensku., fjölbreyttir textar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ENSK2AA05
Áfram er lögð áhersla á að efla menningarvitund nemenda markvisst og á fjölbreyttan hátt. Nemendur kynnast fjarlægari löndum þar sem enska er töluð en vinna samhliða með eigið umhverfi og sögu á ensku. Fléttað er saman helstu færniþáttum í ensku og menningu enskumælandi landa. Nú er lögð áhersla á grundvallaratriði í uppsetningu ritgerða s.s. inngang, meginmál og lokaorð sem og röklegt samhengi. Í þessum áfanga er hlustun og tali gert hærra undir höfði en áður og jafnframt gerðar meiri kröfur um að nemendur tileinki sér hagnýtan orðaforða með lestri lengri og flóknari texta. Haldið er áfram með málfræði og flóknari atriði tekin fyrir markvisst og skipulega.

Þekkingarviðmið

 • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s. greinamerkjasetningu
 • orðaforða sem tengist atburðarrás í sögu lands og þjóðar
 • helstu einkennum nokkurra enskumælandi samfélaga
 • ólíkum viðhörfum og gildum enskumælandi landa
 • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs mál, s.s. greinamerkjasetningu
 • samspili íslenskrar og enskrar tungu.

Leikniviðmið

 • tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
 • fjalla munnlega, einn og óstuddur, um tiltekin málefni
 • lesa lengri texta ítarlega
 • skrifa styttri og lengri texta á skipulegan hátt
 • skrifa margskonar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
 • greina upplýsingar í lengri hlustunaræfingum

Hæfnisviðmið

 • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
 • rita stíla á lipurri ensku og beita málfræðiatriðum á réttan hátt
 • skrifa margskonar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hveju tilviki fyrir sig
 • búa yfir góðum lesskilningi og geta miðlað þeirri þekkingu svo vel sé, bæði á íslensku og ensku
 • skilja lesið efni og tjá sig um það svo vel sé
 • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar, munnleg eða skriflega, um efni þeirra
 • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu í texta
 • skilja talað mál og geta tjáð sið um viðkomandi efni munnlega
Nánari upplýsingar á námskrá.is