hreyfing, lýðheilsa, næring

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Lýsing á áfanga og kennsluþáttum: Meginefni áfangans er hreyfing, næring og geðheilbrigði. Unnið er með grunnþjálfun í hreyfingu. Fæðuflokkar og næring er skoðuð í samhengi þar sem fjölbreytni í fæðu er í fyrirrúmi. Skoðaðar eru rannsóknir og greinar sem sýna fram á gildi hreyfingar og næringar á geðheilbrigði.

Þekkingarviðmið

 • áhrifum matarræðis á líkama og sál
 • helstu næringarefnum og hvaða áhrif þau hafa á líkamsstarfsemi
 • áhrifum líkamsræktar á geðheilsu
 • gildi hreyfingar sem mikilvægs þáttar í heilbrigði í víðum skilningi þess orðs

Leikniviðmið

 • halda matardagbók
 • velja sér fjölbreytta næringu
 • viða að sér fræðilegu efni um geðheilbrigði

Hæfnisviðmið

 • lesa úr matardagbók með aðstoð kennara
 • geta greint fæðuflokkana í máltíðum
 • þekkja leiðir til að styrkja og efla gott geðheilbrigði
 • geta brugðist við einkennum hjá sjálfum sér eða félögum þegar andlegra erfiðleika verður vart
 • nota fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar
Nánari upplýsingar á námskrá.is