Danska á fjölbreyttan hátt

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: DANS2AA05
Í áfanganum fá nemendur þjálfun í öllum færniþáttum tungumálsins auk þess sem þeir kynna sér danska menningu og siði. Áhersla er lögð á að nemendur bæti orðaforða sinn og æfist í notkun málsins bæði munnlega og skriflega. Áfanginn byggir að mestu á þemavinnu nemenda og viðfangsefni fara að nokkru leyti eftir áhugasviði nemenda og stöðu þeirra í tungumálinu. Nemendur vinna meðal annars að eigin markmiðum og þjálfast í að leggja mat á vinnu sína. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni, ýmist hópa- og paraverkefni eða einstaklingsverkefni, bæði munnleg og skrifleg. Nemendur nota sjálfsmatsskala Evrópsku tungumálamöppunnar til að setja sér persónuleg markmið og fylgjast með framförum í náminu. Efnisval og skilaform verkefna verður að hluta til í höndum nemenda í samræmi við markmið þeirra.

Þekkingarviðmið

  • danska menningarsvæðinu og hvernig danska nýtist á norræna menningarsvæðinu almennt
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta danska menningu
  • orðaforða til undirbúnings náms á háskólastigi
  • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls.

Leikniviðmið

  • skilja eðlilegt talað mál við mismunandi aðstæður sem og algengustu orðasambönd sem einkenna það
  • lesa fjölbreyttar gerðir texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð textans eða viðfangsefnisins
  • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • rita margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
  • beita meginreglum danskrar málfræði og setningafræði.

Hæfnisviðmið

  • skilja daglegt mál svo sem samræður og fjölmiðlaefni, inntak erinda og annað tiltölulega flókið efni sem hann hefur kynnt sér
  • tileinka sér innihald ritaðs texta og nýta það á mismunandi hátt
  • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um efni þeirra.
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta
  • tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum við ólíka viðmælendur
  • skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar af talsverðu öryggi, koma þeim kunnáttusamlega til annarra og bregðast við viðmælendum
  • tjá sig skýrt og lipurlega fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem nemandinn hefur kynnt sér
  • skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
  • skrifa margs konar texta og fylgja þeim rithefðum sem við eiga hverju sinni
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum.
  • meta eigið vinnuframlag.
Nánari upplýsingar á námskrá.is