berlínaráfangi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ÞÝSK1CC05/ÞÝSK1CC04
Í áfanganum kynna nemendur sér sögu og menningu Berlínarborgar, áhugaverða staði og daglegt líf íbúa og undirbúa þannig með aðstoð kennara ferðalag til Berlínar. Nemendur vinna ýmis verkefni fyrir ferðina, í ferðinni og eftir að heim er komið. Þeir undirbúa langa helgi í Berlín með því að setja sig inn í sögu borgarinnar, samgöngur, áhugaverða staði og annað sem vert er að skoða eða gera og kynna það fyrir hópnum. Sameiginlega verður síðan ákveðið hvað á að skoða í Berlín og dagskrá ferðarinnar búin til. Einnig æfa nemendur sig í hagnýtu talmáli sem felst að mestu í upprifjun á orðaforða og málnotkun með áherslu á dagleg samskipti.

Þekkingarviðmið

 • mannlífi, menningu og siðum í þýskumælandi löndum
 • samskiptavenjum og mismunandi notkun málsins eftir aðstæðum
 • menningu og sögu svæðisins
 • aðferðum, tækjum og tólum til að búa til árangursríkt kynningarefni
 • mikilvægi góðrar tungumálakunnáttu, jafnt í íslensku sem erlendum málum, og færni til að beita henni við munnlega og skriflega kynningu

Leikniviðmið

 • skilja talað mál um kunnugleg efni
 • lesa margs konar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
 • afla sér hagnýtra upplýsinga
 • skrifa frásagnir um ýmis efni
 • nota upplýsingatækni og hjálpargögn, svo sem orðabækur og smáforrit
 • greina skilmerkilega frá því sem fyrir augu ber í kynnisferðum
 • útbúa kynningarefni á mismunandi formi

Hæfnisviðmið

 • skilja daglegt mál og bregðast rétt við
 • fjalla á nokkuð ítarlegan hátt, munnlega og skriflega, um efni sem hann hefur kynnt sér
 • tjá eigin skoðanir og persónulega reynslu
 • lesa og túlka upplýsingar til að bjarga sér í þýskumælandi landi
 • beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum og leysa úr málum sem upp geta komið
 • tileinka sér efni mismunandi texta og geta dregið ályktanir um efni þeirra
 • leysa úr viðfangsefnum, einn eða í samstarfi við aðra
 • meta eigið vinnuframlag og framfarir
 • sýna aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu
Nánari upplýsingar á námskrá.is