Uppeldisfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Sálfræði á öðru þrepi eða aðrar félagsgreinar. Enska á öðru þrepi.
Nemendur kynnast helstu kenningum þroskasálfræðinnar. Megináhersla er á ýmsa áhrifaþætti í uppeldi barna, aðstæður íslenskra barna í víðu samhengi og hvaða úrræði standa þeim til boða sem á þurfa að halda. Nemendur kynna sér helstu þroskafrávik og þroskahamlanir. Áhersla er á uppeldistengd verkefni, fræðileg og skapandi. Vísindaleg nálgun sálfræðinnar, aðferðir við upplýsingaöflun og að koma efninu frá sér á fræðilegan hátt í ræðu og riti verða mikilvægir þættir í efnistökum áfangans.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi þess að beita vísindalegum aðferðum við rannsóknir
  • helstu hugtökum uppeldisfræðinnar
  • skilgreiningu á uppeldisfræði og þróun greinarinnar
  • helstu kenningum innan uppeldisfræðinnar
  • hagnýtu gildi uppeldisfræðinnar
  • umhverfisþáttum og erfðum sem mótunaröflum atferlis
  • útskýringum uppeldisfræðinnar á nokkrum þáttum hugsunar og atferlis eins og minnis, náms, svefns, greindar og persónuleika
  • siðferði við rannsóknir

Leikniviðmið

  • beita grunnhugtökum uppeldisfræðinnar
  • útskýra helstu hugmyndir sem mótað hafa fræðigreinina
  • lesa í og skilja niðurstöður mikilvægra rannsókna í uppeldisfræði
  • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
  • nýta fræðilega texta á íslensku og erlendu tungumáli
  • tjá kunnáttu sína skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti

Hæfnisviðmið

  • tjá sig á gagnrýninn hátt um afmarkaða efnisþætti uppeldisfræðinnar
  • finna raunhæfar lausnir á mismunandi viðfangsefnum
  • sækja þekkingu úr öðrum greinum til aukins skilnings á viðfangsefninu og yfirfæra þekkingu á aðrar greinar til þess að sjá fræðilegt samhengi
  • geta tekið gagnrýna afstöðu til samfélagslegra álitamála er snúa að uppeldisfræðinni
  • sýna sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum
  • geta metið eigið vinnuframlag og annarra
  • afla, meta og nota heimildir á viðurkenndan hátt
  • gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis og erfða á eigin sjálfsmynd og annarra
  • skilja samspil atferlis, hugsunar og tilfinninga
  • hagnýta uppeldisfræðina í daglegu lífi á jákvæðan hátt sér og öðrum til framdráttar
Nánari upplýsingar á námskrá.is