Almenn landafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Fjallað verður um landafræðina sem fræðigrein, helstu hugtök og aðferðir. Stuttlega verður fjallað um kort og kortagerð, bauganet og tímamismun, fjarkönnun og nýtingu hennar. Mannkynið verður til skoðunar og ýmis hugtök tengd mannfjölda og búsetu verða reifuð. Fjallað verður um jarðfræði og veðurfræði, náttúruauðlindir, nýtingu þeirra, misskiptingu og misnotkun. Sérstaklega verður fjallað um vatn og vatnsnotkun, ýmsa orkugjafa, kosti þeirra og galla. Allt þetta verður svo sett í samhengi við íbúadreifingu jarðar. Atvinnuhættir koma einnig við sögu og verður sérstaklega litið til Íslands í því samhengi. Töluverð áhersla verður lögð á að nemendur geti tjáð hug sinn og taki afstöðu til ýmissa mála sem verið hafa í deiglunni síðustu árin. Af nógu er að taka í þeim efnum.

Þekkingarviðmið

 • öllu sem viðkemur legu álfa og landa á jörðinni
 • grunnhugtökum varðandi kort og kortagerð. Hvaða gerðir eru til af landakortum og hvernig má nota þau, jafnt á ferðalögum og til að setja fram upplýsingar
 • öllum þeim hugtökum sem notuð eru við manntöl og mannfjölda. Hvað ræður t.d. fæðingar- og dánartölum, hvers vegna er fólk að flytja á milli landa o.s.frv.
 • þeim öflum sem eiga sér stað á jörðinni, bæði við landmótun og allt sem viðkemur veðri og veðurfræði.
 • hugtakinu auðlind og þekki alls kyns nýtingu þeirra, misskiptingu og jafnvel misnotkun
 • helstu auðlindum Íslands. Notkun þeirra og stýringu á nýtingu
 • helstu hugtökum varðandi ýmsa atvinnuhætti og helstu tegundir samgangna

Leikniviðmið

 • lesa og skilja texta þar sem hugtök landafræðinnar koma fyrir
 • merkja inn á heimskort öll lönd eða ríki sem þar eru
 • nýta landakort og það táknmál sem má sjá á þeim
 • lesa upplýsingar út úr allskyns þemakortum og nýta sér leiðir til að búa til slík kort
 • reikna tímamismun milli staða í heiminum
 • vinna upplýsingar og gera greinarmun á aðal- og aukaatriðum
 • vinna sjálfstætt við framkvæmd verkefna og geta útskýrt niðurstöður út frá verklýsingu eða fyrirmælum kennara

Hæfnisviðmið

 • vinna að verkefnum tengdum landafræði
 • tileinka sér það orðfæri sem þarf til að taka þátt í almennri umræðu tengdri landafræði
 • sjá samhengi milli ýmissa mismunandi þátta, hvað er orsök og afleiðing og hvernig eitt hefur áhrif á annað
 • leggja mat á upplýsingar sem tengjast greininni á gagnrýninn hátt
 • koma þekkingu sinni á framfæri með gerð kynninga þar sem áhersla er á flutning nemandans
 • geta skýrt frá ýmsum málum úr heimsfréttunum og geta sett þau í samhengi við fræðigreinina
Nánari upplýsingar á námskrá.is