heilsusálfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Áhersla verður á að skoða heilsu einstaklings í víðu samhengi út frá líf-, sál- og félags módelinu (The Biopsychosocial Model). Í því samhengi verður velt upp hinum ýmsu aðstæðum, atburðum og samspili sem geta haft afgerandi áhrif á andlega, líkamlega og félagslega heilsu einstaklings sem og lífsgæði. Áherslan verður á tengingu við þá jákvæðu þætti sem geta viðhaldið vellíðan og góðum lífsgæðum.

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi þess að beita vísindalegum aðferðum við rannsóknir
 • helstu kenningum um geðheilbrigði
 • sértækum hugtökum og kenningum
 • framlagi greinarinnar til vísinda og samfélags
 • siðferði við rannsóknir

Leikniviðmið

 • beita helstu grunnhugtökum heilsusálfræðinnar
 • útskýra helstu hugmyndir sem uppi eru um heilbrigði
 • lýsa hefðbundnum stefnum í sálfræði sem tengjast geðheilbrigði
 • skoða samhengi andlegar heilsu og lífsgæða
 • nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
 • lesa í og skilja niðurstöður mikilvægra rannsókna í sálfræði
 • miðla skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni í ræðu og riti

Hæfnisviðmið

 • sækja þekkingu úr öðrum greinum til aukins skilnings á viðfangsefninu og yfirfæra þekkingu á aðrar greinar til þess að sjá vísindalegt samhengi
 • vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
 • sýna sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum
 • afla, meta og nota heimildir á viðurkenndan hátt
 • sýna frumkvæði að raunhæfum lausnum
 • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
 • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
Nánari upplýsingar á námskrá.is