menningar- og hugmyndasaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2FM05, SAGA2NÝ05 (SAGA2SÖ05 fyrir nemendur á Raungreina- og Náttúrufræðibrautum)
Í áfanganum eru raktir helstu þættir í hinni samfelldu sögu menningar, lista og hugmynda á Vesturlöndum. Áhersla verður lögð á fjögur svið þessarar sögu, í fyrsta lagi klassíska menningu Grikkja og Rómverja, í öðru lagi miðaldamenning og kristindómur, í þriðja lagi endurreisn og upplýsingu og í fjórða lagi nútíma menningu. Ágripi af listasögu þessara sviða verður tvinnað við yfirferðina.

Þekkingarviðmið

 • innihaldi grunnhugmynda s.s. menningar, hugmynda, trúarbragða og stjórnmála
 • helstu atriðum úr sögu fræða, vísinda og lista Vesturlanda
 • helstu þáttum í þróun tækni og efnahags
 • þróun samfélagsgerðar á Vesturlöndum

Leikniviðmið

 • leita sér heimilda á mörgum ólíkum sviðum
 • nota heimildir af veraldarvef
 • afla sér heimilda úr nærumhverfi
 • gera grein fyrir þekkingu sinni og skilningi með margskonar móti
 • gera grein fyrir heimildum og aðferðum með viðurkenndum hætti

Hæfnisviðmið

 • sýna tengslin milli tækni, efnahags, þjóðfélgasgerðar og menningar
 • sýna hvernig ákveðin menning birtist í listum
 • nefna dæmi um hvernig landfræðileg og þjóðleg einkenni geta birst í menningu og hugmyndum
 • greina menningu ólíkra hópa, t.d. kynja og stétta
 • greina hlutverk fræða og vísinda í framvindu mannkynssögunnar
 • meta hlutverk trúarbragða og þá þætti sem trúarbrögðum eru sameiginlegir
Nánari upplýsingar á námskrá.is