Verkleg líffræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LÍFF2LF05
Áfanginn felst í upplýsingaröflun, verklegum æfingum og skýrslugerð. Markmið áfangans er að auka sjálfstæði og vandvirkni nemenda í vinnubrögðum. Boðið er upp á fjölbreyttar verklegar æfingar sem nemendur geta að hluta til valið sjálfir. Þær æfingar sem allir nemendur gera eru frumuskoðun, ræktun baktería og Gramlitun baktería, frumveruræktun og greining frumdýra, krufningar og rannsóknarverkefni. Auk þess er að finna fjölda æfinga er nemendur geta valið sjálfir.

Þekkingarviðmið

 • ólíkum frumugerðum innan allra ríkja lífvera
 • hlutverki smásjáar og víðsjáar
 • gerð og vaxtarskilyrðum baktería
 • gerð og vaxtarskilyrðum frumvera, ásamt mikilvægi þeirra í vistkerfum
 • mikilvægustu verklagsreglum við krufningar
 • vísindalegum aðferðum
 • mikilvægis þess að beita nákvæmni við verklegar æfingar

Leikniviðmið

 • þekkja mun á helstu frumugerðum lífvera
 • útbúa smásjársýni þegar það er við hæfi
 • setja upp bakteríuræktun og framkvæma Gramlitun
 • setja upp frumveruræktun
 • beita réttum verklagsreglum við krufningar á ábyrgan hátt
 • setja upp vísindalegt verkefni byggt á athugunum sem leiða til tilgátu og rannsókna með samanburðartilraun
 • fylgja fyrirvaralaust helstu verklagsreglum og gæta aðgæslu og öryggis hverju sinni

Hæfnisviðmið

 • greina á milli ólíkra frumugerða
 • geta gert greinarmun á hvenær heppilegt er að nota smásjá eða víðsjá
 • greina og flokka bakteríur með hliðsjón af fræðum og framkvæmdum
 • greina og flokka frumverur
 • draga álaktanir af rannsóknarverkefni með rökstuddum niðurstöðum
 • geta sýnt sjálfstæði og beitt gagnrýnni hugsun
 • skrifa góðar og nákvæmar skýrslur
Nánari upplýsingar á námskrá.is