Ferðamálafræði 3

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er sjónum beint út fyrir landsteinana og verður nemendum úthlutað evrópskum borgum sem þeir munu vinna greinargerðir um. Nemendur eiga þar að leitast við að kynna sér staðhætti og menningu í viðkomandi borgum svo vel að þeir geti leiðbeint samnemendum sínum í vinnuferð í borginni. Í þessu verkefni verður sjónum beint að nokkrum Evrópulöndum og unnið með þau tungumál sem nemendur hafa lært í skóla eða annars staðar og töluð eru í löndunum. Nemendur fara til nokkurra þeirra borga sem valdar verða og safna heimildum sem síðar verða notaðar til að gera kynningarmyndband um borgina og kynningarefni um borgir erlendis fyrir grunnskólanemendur.

Þekkingarviðmið

 • hvaða þættir í náttúru landa, sögu og menningu þjóða draga að sér ferðamenn, innlenda sem erlenda
 • hvað einkennir vinsæla ferðamannastaði
 • aðferðum, tækjum og tólum til að búa til árangursríkt kynningarefni og sjónum einkum beint að myndböndum
 • mikilvægi staðgóðrar tungumálakunnáttu, jafnt íslensku, erlendra mála, sem lærð eru í skóla, eða annarra mála sem hann hefur á færi sínu, einkum orðaforða og málfar sem hentar margvíslegri ferðaþjónustu
 • undirstöðuatriðum í framsögn, framkomu og flutningi kynningarefnis og frágangi á ritgerðum og myndmiðlum

Leikniviðmið

 • skipuleggja vinnu við stórt heimildaverkefni og fylgja skipulaginu eftir
 • nota vönduð vinnubrögð við öflun mynd- og hljóðefnis og nota stafrænar ljósmynda- og myndbandstökuvélar og hljóðupptökutæki við öflun gagna
 • taka viðtöl á erlendum tungumálum og ganga frá því í myndmiðlum
 • greina skilmerkilega frá því sem fyrir auga ber í kynnisferðum
 • flytja mál sitt frammi fyrir áheyrendum

Hæfnisviðmið

 • afla sér gagna til að bæta kynningar sínar og kynningarefni
 • útbúa lifandi ferðagögn
 • segja með nákvæmni en áreynslulaust frá því helsta sem hrífa má ferðafólk
Nánari upplýsingar á námskrá.is