Auka færni og þekkingu á hljóðfæraleik

Einingafjöldi: 6
Þrep: 2
Forkröfur: Miðpróf á hljóðfæri eða sambærilegt nám.
Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í hljóðfæraleik og meðleik, þar sem það á við. Áfanginn miðar að því að nemendur læri að spila ólíka tónlistarstíla og þjálfist í tækni og líkamsbeitingu til að ná sem bestri færni á hljóðfæri sitt. Nemendur þjálfast líka í að spila með öðrum, í nótnalestri og hvað það er að vera leiðandi í tónlistarflutningi. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni.

Þekkingarviðmið

 • Tónbókmenntum og sögu viðkomandi hljóðfæris
 • Ólíkum tónlistarstílum
 • Sjálfstæðum vinnubrögðum
 • Þeirri tækni sem þarf til að leika á hljóðfærið þau verkefni sem lögð eru fyrir í áfanganum
 • Vinnubrögðum við að fullvinna verk með meðleikara

Leikniviðmið

 • Leika verk í mismunandi stílum
 • Nýta tæknilega kunnáttu sína sem best í flutningi
 • Lesa nótur frá blaði sem hæfa áfanganum
 • Beita líkama sem eðlilegast við flutning tónlistar
 • Sýna frumkvæði í vinnu með undirleikara

Hæfnisviðmið

 • Geta greint ólíka stíla tónlistar
 • Vinna sjálfstætt
 • Sýna frumkvæði í hljóðfæratímum og við heimanám
 • Leika verkefni áfangans á sannfærandi hátt
 • Flytja tónlist með öðrum hljóðfæraleikurum
 • Fullvinna verkefni með undirleikara
 • Koma fram á tónleikum með verkefni sem unnin eru í áfanganum
Nánari upplýsingar á námskrá.is