Pleasure reading

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Í þessum áfanga sem er valáfangi fyrir nemendur þriðja bekkjar er krafist afar agaðra vinnubragða og skipulagshæfni því áfanginn byggist á sjálfstæðum lestri bókmennta á ensku án reglulegrar leiðsagnar kennara. Nemandi velur sér fimm skáldsögur af kjörbókalista og les þær sjálfstætt. Listinn er byggður upp af skáldsögum sem almennt eru talin tímamótaverk á enskri tungu sem og bókum sem oft er vísað til. Á nokkurra vikna fresti hittir nemandinn kennarann og gerir munnlega grein fyrir lestri sínum á ensku. Umfjöllunin skal vera ítarleg og ígrunduð og mun kennarinn spyrja út í verkið og höfund þess.

Þekkingarviðmið

  • klassískum bókmentum og gildi þeirra
  • höfundum klassískra bókmennta og áhrifum þeirra bæði á samtímann og seinni tíma þar sem við á
  • stíl og málsniði skáldverkanna
  • því tímabili sem skáldverkin spanna

Leikniviðmið

  • lesa sjálfstætt klassískar bókmenntir á ensku
  • lesa dýpra í skáldverkin og túlka innihald þeirra
  • tjá sig á ensku um skáldverkin og dýpri merkingu þeirra
  • lesa á milli línanna og tjá sig um það sem þar er að finna

Hæfnisviðmið

  • gera sér nákvæma grein fyrir innihaldi skáldverka
  • ræða um innihald skáldverka á ensku
  • gera sér ljósa grein fyrir og geta rætt um þemu skáldverka
  • gera sér grein fyrir og geta rætt um stíl og málsnið skáldverka
Nánari upplýsingar á námskrá.is