afbrotafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Af hverju fremur fólk afbrot? Hvaða afbrot eru alvarleg? Hvaða áhrif hafa refsingar? Hvað kosta afbrot ríkið? Hvað eru hvítflibbabrot? Hvað eyðum við miklu í að verja okkur gegn glæpum? Eigum við hugsanlega að lögleiða fíkniefni? Hver er stefna Íslendinga í fangelsismálum?  Þessar spurningar ásamt mörgum fleirum verða ræddar í áfanganum, í samhengi við kenningar í afbrotafræði. Fjallað verður um eðli afbrota á Íslandi og viðhorf Íslendinga til afbrota. Ýmsir brotaflokkar verða teknir fyrir, s.s. ofbeldisbrot, vændi, mansal, hvítflibbabrot auk þess sem fjallað verður um vímuefni og fíkniefnalöggjöf. Viðhorf til refsinga og refsiaðferða verður skoðað sem og félagslegt umhverfi fanga. Einnig verður fjallað um íslenska réttarkerfið og það borið saman við réttarkerfi annarra ríkja auk þess sem stuttlega verður komið inn á sakfræði.

Þekkingarviðmið

  • helstu kenningum afbrotafræðinnar og geti sett umræðu í áfanganum í samhengi við þær
  • helstu brotaflokkum og eðli þeirra
  • eðli og gildi refsinga
  • störfum lögreglunnar og hlutverki hennar
  • réttarkerfi Íslands og skilji hlutverk dómara og lögfræðinga í því ferli sem fer af stað þegar kæra er tekin fyrir

Leikniviðmið

  • vinna sjálfstætt
  • afla sér fræðilegra upplýsinga
  • verja skoðanir sínar
  • sýna frumkvæði í hugsun og verki

Hæfnisviðmið

  • geta fjallað um ólíkar kenningar
  • rökrætt á gagnrýninn og faglegan hátt
  • afla sér fræðilegra upplýsinga og móta sér skoðanir út frá þeim
Nánari upplýsingar á námskrá.is