Fjölmiðlafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er megináhersla lögð á hlutverk fjölmiðla sem fjórða valdið. Hlutverk fjölmiðla í samfélagsumræðunni og dagskrárvald þeirra er til umfjöllunar. Fjallað er um fjölmiðla í smáum samfélögum og nálægðarvandann sem þeir glíma við. Rýnt er í hlutverk ritstjórna í fjölmiðlum og þekkt mál í sögu nútímafjölmiðlunar. Nemendur afla sér þekkingar á helstu straumum og vörðum í sögu fjölmiðlunar á Vesturlöndum. Nemendur ræða og taka afstöðu til umfjöllunar miðlanna á álitamálum samfélagsins hverju sinni.

Þekkingarviðmið

  • hugmyndinni um fjórða valdið og mikilvægi þess í lýðræðisþróun samfélagsins
  • helstu hugtökum fræðigreinarinnar
  • eðlismun ritstjórna fjölmiðla í stórum og smáum samfélögum
  • mótunarafli og áhrifavaldi fjölmiðla í samfélaginu

Leikniviðmið

  • beita hugtökum sem hann lærir í áfanganum
  • greina á milli ólíkra ritstjórnastefna s.s. út frá pólitískri stefnu fjölmiðilsins eða eignarhaldi
  • afla sér gagna úr fjölmiðlum og greina þau

Hæfnisviðmið

  • nota fjölmiðla til að greina samfélagslega atburðarás og framvindu mála í samfélaginu
  • hagnýta sér fjölmiðla með því að þekkja eiginleika þeirra og bakland
  • beita gagnrýninni hugsun
Nánari upplýsingar á námskrá.is