bókmenntir og kvikmyndir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Menningar- og náttúrulæsi, ÍSLE2MÁ05
Í þessum áfanga verður fjallað um sögu og þróun íslenskrar kvikmyndagerðar. Sýndar verða valdar myndir frá ýmsum tímum og reynt að svara spurningunni: „Hvað einkennir íslenskar kvikmyndir?“ Stuðst verður við hugtök úr bókmennta- og kvikmyndafræði eftir því sem þörf krefur og leitast við að tengja kvikmyndirnar við þróun og breytingar á íslensku samfélagi. Nemendur ræða kvikmyndirnar og/eða skrifa um þær. Eins verður gefinn kostur á myndrænni framsetningu, til dæmis í formi stuttmynda.

Þekkingarviðmið

  • helstu kvikmyndum sem framleiddar hafa verið á Íslandi á íslensku
  • helstu hugtökum bókmennta- og kvikmyndafræði
  • þróun íslenskra kvikmynda
  • straumum og stefnum í íslenskri kvikmyndagerð
  • menningarsögulegum bakgrunni íslenskra kvikmynda
  • hvernig orðaforði og málfar hefur þróast í íslenskum kvikmyndum
  • grunnatriðum er lúta að myndvinnslu

Leikniviðmið

  • að skilja og nota bókmennta- og kvikmyndafræðihugtök
  • að greina kvikmyndir og tengja við strauma og stefnur

Hæfnisviðmið

  • túlka kvikmyndir og setja í menningarlegt samhengi
  • taka þátt í umræðum um íslenskan kvikmyndaarf
  • skrifa vandaðan texta um kvikmyndir
  • fjalla um og skilja helstu verk íslenskra kvikmyndaleikstjóra
  • að búa til stuttmynd
Nánari upplýsingar á námskrá.is