Undirbúningur fyrir inntökupróf í læknadeild

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Líffræði á 1., 2. og 3. þrepi. Efnafræði á 2. og 3. þrepi. Eðlisfræði á 1. og 2. þrepi. Stærðfræði á 2. og 3. þrepi.
Helstu markmið áfangans er að aðstoða nemendur við undirbúning fyrir inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem haldin eru árlega á vegum Háskóla Íslands. Einnig hentar áfanginn nemendum sem huga að námi í heilbrigðisvísindum á háskólastigi. Í áfanganum er lögð áhersla á upprifjun í líffræði, efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði. Einnig verður fjallað um siðferðisleg álitamál sem tengjast heilbrigðisvísindum og fá nemendur æfingu í að takast á við þau. Áfanganum er skipt upp í lotur eftir faggreinum og endar hver lota á stuttu prófi. Á milli lota verður uppbrot og gestafyrirlesarar frá heilbrigðisgeiranum og/eða nemendur sem hafa stundað nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun koma í heimsókn. Þá verður skipulögð heimsókn á FSA og/eða heilbrigðisstofnum í einkageiranum.

Þekkingarviðmið

  • ferlum og grunnþáttum líffræði
  • ferlum og grunnþáttum eðlisfræði
  • ferlum og grunnþáttum efnafræði
  • ferlum og grunnþáttum stærðfræði
  • grunnþáttum siðfræði

Leikniviðmið

  • að lesa og skilja texta/dæmi þar sem fyrir koma hugtök úr líffræði, eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði
  • skipuleggja eigið nám og vinna sjálfstætt

Hæfnisviðmið

  • leysa ýmsar þrautir og spurningar sem snúa að ofangreindu þekkingar- og leiknimarkmiðum
  • taka afstöðu gagnvart siðferðilegum álitamálum
Nánari upplýsingar á námskrá.is