spuni

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Áfanginn veitir víðtæka grunnþekkingu í verkfærum leikarans bæði í spunavinnu og forskrifuðum texta. Nemendur fá innsýn í allar helstu aðferðir spunavinnunnar sem og aðferðir Stansislavskis og fleiri áhrifamanna leiklistarinnar. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og öguð vinnubrögð, skapandi hugsun og jákvæðni í samvinnu við aðra. Áfanganum lýkur með opnum tíma þar sem valdar senur verða sýndar fyrir framan hóp af áhorfendum.

Þekkingarviðmið

  • vinnu leikarans frá fyrsta samlestri að sýningu
  • aðferðum Stanislavskís
  • gildi góðs undirbúnings í persónusköpun
  • mikilvægi þess að ákveða lokaútkomu vinnunar ekki fyrirfram
  • gildi mistaka í leiklist
  • gildi mótleikarans og samstarfsins við hann
  • hvernig uppbygging atriða skiptist upp í fjölmargar kringumstæður og aðstæður
  • því hvernig áhorfandinn skynjar þær upplýsingar sem honum eru gefnar
  • hvað felst í heilstæðri persónusköpun á sviði

Leikniviðmið

  • leggja sanngjarnt og faglegt mat á eigin vinnu og annarra
  • taka listrænar ákvarðanir um hönnun og uppbyggingu persóna og atriða
  • beita spuna og öðrum leiktæknilegum aðferðum við sköpun leikpersónu
  • sýna sjálfstæð, öguð og einbeitt vinnubrögð
  • vinna sjálfstætt og í hópi við persónusköpun
  • greina senur og persónur út frá viðurkenndum aðferðum leiklistarinnar

Hæfnisviðmið

  • beita jákvæðri hlustun í sköpun á atriðum
  • taka við uppbyggilegri gagnrýni og sjá mistök sín sem tækifæri
  • treysta flæði vinnunnar til að bera sig að lokapunkti
  • læra að skynja og lesa hið ósagða í vinnu leikarans
  • beita verkfærum leikarans bæði í spuna og forskrifuðum senum
  • beita einbeitingu og aga í hugmyndavinnu og allri vinnu sem fer fram á leiksviði
  • nota sjálfstæð vinnubrögð
  • beita ólíkum aðferðum við sköpun persóna
  • afla sér upplýsinga og innblásturs í formi rannsóknarvinnu
  • greina leikverk og senur
Nánari upplýsingar á námskrá.is